Ragnheiður Jonna Sverrisdóttir
Álfrún Ela Hallsdóttir
Klínísk dáleiðsla
Ragnheiður J Sverrisdóttir
S: 896 0935
kliniskdaleidsla.is
lifeftirafoll.is
Ég lærði klíníska dáleiðslu og Hugræna endurforritun hjá Dáleiðsluskóla Íslands.
Ég fór sjálf í dáleiðslu vorið 2023 og upplifði mikinn heilsufarslegan árangur. Ég heillaðist alveg og ákvað því að fara í þetta nám. Fyrst í grunnnám og síðan lá leiðin í framhaldsnámið.
Dáleiðsla og Hugræn endurforritun er gagnleg leið til að losa um fastar og hamlandi tilfinningar, sorg, höfnun, lágt sjálfsmat, svefnvanda o.fl. Ég hef alltaf haft brennandi áhuga á að aðstoða þá sem glíma við afleiðingar áfalla. Nú upplifi ég að vera komin með frábæra, einfalda og árangursríka aðferð til þess.
Ég rek meðferðarstofuna Klínísk dáleiðsla og Líf eftir áföll. Ég hef bæði rannsakað og unnið með fólki sem glímir við afleiðingar ofbeldis og annarra áfalla.
Ég útskrifaðist úr HÍ með MA í félagsfræði, BS í sálfræði, diplóma í afbrotafræði og áfengis- og vímuefnamálum. Ég er einnig lærður kundalini jógakennari og líkamsræktarþjálfari. Ég hef auk þess tekið mörg námskeið í Endurmenntun HÍ, t.d. í sálrænum áföllum og ofbeldi, sálgæslu o.fl.
Ég vann áður sem heilbrigðisgagnafræðingur í ADHD teymi HH, LSH og læknastofum. Vann í nokkur ár á búsetukjörnum fyrir fólk með geðraskanir og vímuefnavanda.